Þrettán er enn saknað

Kafarar hafa leitað í vatninu umhverfis eyna og leitarhópar með …
Kafarar hafa leitað í vatninu umhverfis eyna og leitarhópar með hunda hafa leitað á landi. Reuters

Þrettán er enn saknað eftir fjöldamorðin á Utøya á föstudaginn var. Þeirra á meðal eru tveir formenn fylkjafélaga AUF, æskulýðssamtaka Verkamannaflokksins. Norska útvarpið hefur birt upplýsingar um þau sem er saknað.

Fimm einstaklingar eru nafngreindir. Þau sem er saknað og eru aldursgreind eru frá 18 til 21 árs gömul. Þau komu víða að úr Noregi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert