Tók mynd af Breivik á Utøya

Vefur NRK
Vefur NRK

Myndatökumaður norska ríkisútvarpsins, NRK, tók myndir af Anders Behring Breivik þar sem hann er á gangi á strönd Utøya eftir að hafa skotið hátt í níutíu manns til bana á föstudag. Segir NRK, að enginn hafi gert sér grein fyrir því hvað myndin sýndi fyrr en í gær.

Myndin var tekin úr þyrlu, sem flutti fréttamenn til eyjarinnar eftir að fréttir bárust af skotárás þar.  Á myndinni sést Breivik, íklæddur lögreglubúningi og sjö lík sjást einnig. 

Vefur NRK

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert