Bjóst við að verða skotinn

Geir Lippestad, lögmaður Breiviks.
Geir Lippestad, lögmaður Breiviks. Reuters

Anders Behring Breivik bjóst við því, að skotið yrði á hann í dag þegar hann var fluttur úr fangelsi í Ósló til dómhússins þar sem hann var úrskurðaður í 8 vikna gæsluvarðhald.

Þetta kom fram í viðtali norska ríkisútvarpsins, NRK, við Geir Lippestad, lögmann Breiviks,  

Lippestad sagði, að Breivik hefði aðra sýn á veruleikann en aðrir menn.

„Hann sagði ítrekað við mig í dag, að hann byggist við að verða skotinn. Hann upplifir hlutina allt öðruvísi," sagði Lippestad. 

Hann sagði að það hefði ekki komið á óvart, að dómari féllst á kröfu lögreglu um óvenju langt gæsluvarðhald.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert