Dómþinginu lokið í Ósló

Breivik var ekið til dómhússins í brynvörðum lögreglubíl.
Breivik var ekið til dómhússins í brynvörðum lögreglubíl. Reuters

Dómþinginu í Ósló, þar sem fjallað var um kröfu lögreglu um 8 vikna gæsluvarðhald yfir Anders Behring Breivik, er lokið. Allt bendir til þess, að dómari hafi orðið við kröfu lögreglunnar.

Dómþingið tók aðeins um 40 mínútur. Dómarinn ætlar að tjá sig við fjölmiðla um niðurstöðu sína þegar dómsorðið hefur verið skráð formlega. 

Réttarhöldin fóru fram fyrir luktum dyrum, að kröfu lögreglu. Breivik krafðist þess hins vegar að réttarhöldin yrðu opin. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert