Minntust látinna með þögn

00:00
00:00

Íbúar á Norður­lönd­um sam­einuðust í þögn í eina mín­útu nú klukk­an 10 þar sem fórn­ar­lamba fjölda­morðingj­ans, And­ers Behring Brei­vik, var minnst. Yfir 90 lét­ust í árás­un­um.

For­sæt­is­ráðherra Nor­egs og norska kon­ungs­fjöl­skyld­an tóku þátt í minn­ing­ar­at­höfn í Há­skól­an­um í Ósló og er alls staðar flaggað í hálfa stöng.

Þúsund­ir komu sam­an fyr­ir utan há­skól­ann þar sem bæði Jens Stolten­berg og Har­ald­ur Nor­egs­kon­ung­ur rituðu nöfn sín minn­ing­ar­bók vegna at­b­urðanna á föstu­dag.

Meðal þeirra sem tóku þátt í þagn­ar­stund­inni voru starfs­menn Evr­ópu­sam­bands­ins. Á dag­leg­um blaðamanna­fundi fram­kvæmda­stjórn­ar ESB bað Maria Dam­anaki, sem fer með sjáv­ar­út­vegs­mál hjá fram­kvæmda­stjórn­inni, viðstadda að taka þátt í minn­ing­ar­stund­inni.

Brei­vik mæt­ir fyr­ir dóm­ara klukk­an 11 og þar verður kraf­ist átta vikna gæslu­v­arðhalds yfir hon­um. Jafn­framt fer rík­is­sak­sókn­ari fram á að rétt­ar­höld­in verði lokuð en Brei­vik hef­ur farið fram á að þau fari fram fyr­ir opn­um tjöld­um.

Norska þjóðin er harmi slegin vegna fjöldamorðanna
Norska þjóðin er harmi sleg­in vegna fjölda­morðanna Reu­ters
Norðmenn minntust fórnarlambanna með einnar mínútu þögn að hádegi þar …
Norðmenn minnt­ust fórn­ar­lambanna með einn­ar mín­útu þögn að há­degi þar í landi Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert