Réttað fyrir luktum dyrum

Fréttamenn bíða utan við dómhúsið í Ósló í morgun.
Fréttamenn bíða utan við dómhúsið í Ósló í morgun. Reuters

Ákveðið hef­ur verið, að dómþing vegna kröfu um gæslu­v­arðhald yfir And­ers Behring Brei­vik fari fram fyr­ir lukt­um dyr­um í Ósló í dag. Brei­vik óskaði eft­ir því að rétt­ar­höld­in yrðu opin. 

Norska rík­is­út­varpið, NRK, seg­ir að ástæðan fyr­ir því að dómþingið verður lokað sé, að lög­regla ótt­ast að hann kynni ella að senda hugs­an­leg­um sam­verka­mönn­um sín­um dul­in skila­boð með yf­ir­lýs­ing­um fyr­ir dómi.

Mik­ill fjöldi frétta­manna, bæði norskra og er­lendra, er við dóm­húsið í Ósló en gert er ráð fyr­ir að dómþingið hefj­ist klukk­an 11 að ís­lensk­um tíma. NRK seg­ir, að óvenju­legt sé að óskað sé eft­ir því fyr­ir­fram að rétt­ar­höld af þessu tagi séu lokuð en venju­lega komi slík ósk fram við upp­haf dómþings­ins.

Dóm­stóll­inn seg­ir í úr­sk­urði sín­um, að fyr­ir liggi ákveðnar vís­bend­ing­ar um að opið rétt­ar­hald, þar sem grunaður er viðstadd­ur, gæti leitt til þess að óvenju­leg og erfið staða kæmi upp með til­liti til ör­ygg­is­mála. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert