Rekinn úr flokknum fyrir að verja Breivik

Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðarfylkingarinnar í Frakklandi, ásamt föður sínum …
Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðarfylkingarinnar í Frakklandi, ásamt föður sínum og fyrrum leiðtoga flokksins Jean-Marie Le Pen. Reuters

Meðlim­ur í Þjóðar­hreyf­ing­unni í Frakklandi (Nati­onal Front) hef­ur verið rek­inn úr stjórn­mála­flokkn­um fyr­ir að verja norska fjölda­morðingj­ann And­ers Behring Brei­vik á bloggsíðu sinni. Flokk­ur­inn til­kynnti um þetta í dag sam­kvæmt AFP frétta­veit­unni en hann hef­ur rekið mjög harða stefnu gegn inn­flytj­end­um og einkum múslim­um.

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að Jacqu­es Cou­tela, sem verið hafi í fram­boði fyr­ir Þjóðarfylk­ing­una í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um í mars, hafi verið rek­inn úr flokkn­um eft­ir að mál hans hafi verið tekið fyr­ir af aga­nefnd. Fram kom hins veg­ar að Cou­tela hafi ekki verið hátt­sett­ur inn­an flokks­ins

Á bloggsíðunni skrifaði Cou­tela að Brei­vik, sem myrti tugi manns í Ósló og Útey á föstu­dag­inn, væri fyr­ir­mynd og „helsti vernd­ari vest­urs­ins“. Þá líkti hann Brei­vik við ridd­ar­ann Char­les Martel sem barðist gegn sókn múslima inn í Vest­ur-Evr­ópu á sjö­undu öld eft­ir Krist.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert