Meðlimur í Þjóðarhreyfingunni í Frakklandi (National Front) hefur verið rekinn úr stjórnmálaflokknum fyrir að verja norska fjöldamorðingjann Anders Behring Breivik á bloggsíðu sinni. Flokkurinn tilkynnti um þetta í dag samkvæmt AFP fréttaveitunni en hann hefur rekið mjög harða stefnu gegn innflytjendum og einkum múslimum.
Fram kemur í tilkynningunni að Jacques Coutela, sem verið hafi í framboði fyrir Þjóðarfylkinguna í sveitarstjórnarkosningum í mars, hafi verið rekinn úr flokknum eftir að mál hans hafi verið tekið fyrir af aganefnd. Fram kom hins vegar að Coutela hafi ekki verið háttsettur innan flokksins
Á bloggsíðunni skrifaði Coutela að Breivik, sem myrti tugi manns í Ósló og Útey á föstudaginn, væri fyrirmynd og „helsti verndari vestursins“. Þá líkti hann Breivik við riddarann Charles Martel sem barðist gegn sókn múslima inn í Vestur-Evrópu á sjöundu öld eftir Krist.