Segir Breivik vera geðsjúkan

00:00
00:00

Geir Lipp­estad, verj­andi And­ers Behrings Brei­viks, seg­ir að allt bendi til þess, að skjól­stæðing­ur hans sé geðsjúk­ur.

„Hann tel­ur sig vera að heyja stríð og í stríði séu svona hlut­ir rétt­læt­an­leg­ir," sagði Lipp­estad við fjöl­miðla í dag. „Hann tel­ur að um­heim­ur­inn skilji hann ekki en muni gera það eft­ir 60 ár." 

Þá sagði Lipp­estad að erfitt væri að lýsa Brei­vik. „Hann er ekki eins og við hin. Það er eins og hann sé í eig­in heimi." 

Hann sagði, að Brei­vik hefði neytt lyfja til að „styrkja sig og halda sér vak­andi," áður en hann lét til skar­ar skríða á föstu­dag.  

„Hann hét að hann yrði drep­inn eft­ir spreng­ing­una, eft­ir árás­ina á eyj­unni og hann hélt líka að hann yrði drep­inn í dómssaln­um," sagði Lipp­estad. „Hann var raun­ar undr­andi yfir að sér hefði tek­ist þetta."

Lipp­estad svaraði því neit­andi, þegar hann var spurður hvort Brei­vik hefði sýnt ein­hverja iðrun yfir að hafa myrt fjölda ung­menna.  

Brei­vik hef­ur sagt Lipp­estad, að tvær hermd­ar­verka­sell­ur séu starf­andi í Nor­egi og fleiri í út­lönd­um. Brei­vik hef­ur ekki viljað veita nán­ari upp­lýs­ing­ar um þess­ar sell­ur en að þær geti skipu­lagt árás­ir.  Lipp­estad staðfesti, að ástæðan fyr­ir því að dómþingið í gær, þar sem fjallað var um gæslu­v­arðhalds­kröfu lög­regl­unn­ar, var lokað, hafi verið sú að ótt­ast var að Brei­vik kynni ella að koma á fram­færi boðum til hugs­an­legra sam­verka­manna sinna. 

Lipp­estad tók fram að hann tæki ekki við nein­um fyr­ir­mæl­um frá Brei­vik og sagði að ein­hver yrði að axla það hlut­verk að verja hann. 

Geir Lippestad ræddi við fjölmiðla í Ósló í morgun.
Geir Lipp­estad ræddi við fjöl­miðla í Ósló í morg­un. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert