Norska lögreglan sprengdi í kvöld sprengiefni sem fundust á bænum sem ódæðismaðurinn Anders Behring Breivik leigði í Hedmark. Talið var tryggara að sprengja efnin á staðnum í stað þess að flytja þau annað og eyða þeim þar.
Fréttavefurinn ABC Nyheter greinir frá þessu. Lögreglan staðfesti að sprenginin hafi verið í skóginum við sveitabæinn, en hann er í Åsta Øst í sveitarfélaginu Rena. Talsmaður lögreglunnar vissi ekki um hvar né heldur efnin fundust eða hve mikil hætta var talin stafa af þeim.
Um þrjú tonn af tilbúnum áburði fundust á bænum, en hann má nota til að gera sprengiefni.