Kínverska lögreglan bjargaði 89 börnum og handtók 369 manns eftir sex mánaða aðgerð gegn mansali í 14 héruðum samkvæmt yfirlýsingu frá öryggisráðuneyti landsins.
„Okkur hefur tekist að tortíma tvo stóra glæpahópa sem verslaði með börn,“ kom fram í yfirlýsingunni.
Í yfirlýsingunni kom fram að hvert barn hefði verið selt á 6.210 dali að meðaltali en mannrán og mansal eru vaxandi vandamál í Kína.
Árið 2007 kom í ljós að þúsundir barna hefðu verið neydd í þrældóm í námun og verksmiðjum um land allt.