„Ekki geðveikur heldur illmenni"

Bóndabær Anders Behring Breivik
Bóndabær Anders Behring Breivik Reuters

Yfirmaður öryggislögreglu Norges (PST), Janne Kristiansen, telur að Anders Behring Breivik sé ekki geðveikur, líkt og lögmaður hans heldur fram, heldur illmenni.

Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að Breivik hafi unnið með öðrum né að hann hafi verið í tengslum við öfga hópa í Noregi eða annars staðar. Þetta kemur fram í viðtali BBC við Kristiansen.

Breivik hefur játað að hafa staðið fyrir sprengjutilræðinu í miðborg Óslóar og að hafa skotið fólk til bana í  Utøya. Fórnarlömb hans eru að minnsta kosti 76 talsins. Hann segist hafa verið í sambandi við öfgahópa í Bretlandi en Kristiansen telur að hann hafi verið einn að verki. 

Hún segir að svo virðist sem engin takmörk séu fyrir illskunni sem bjó innra með Breivik og engin áhætta verði tekin varðandi hann. Breivik sé útsmoginn og hafi sóst eftir sviðsljósinu.

Lögregla kannar nú hvort Breivik hafi verið í sambandi við öfgahópa í Evrópu, Bandaríkjunum og fleiri stöðum.

Lögmaður Breivik, Geir Lippestad, segir enn of snemmt að segja til um hvort Breivik lýsi yfir geðveiki þrátt fyrir að allt bendi til þess að hann eigi við geðræn vandamál að stríða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert