Allt lék á reiðiskjálfi

SCANPIX NORWAY

Norska rík­is­sjón­varpið birt­ir í dag upp­töku úr eft­ir­lits­mynda­vél­um versl­un­ar­inn­ar Vita Mega­store sem er í 500 metra fjar­lægð frá staðnum þar sem sprengja sprakk í miðborg Ósló­ar á föstu­dag. 

Hér að neðan má sjá upp­tök­ur frá sex mis­mundi sjón­ar­horn­um í búðinni þegar sprengj­an sprakk. Allt hrist­ist og skelf­ur eins og jarðskjálfti hafi riðið yfir og vör­ur kast­ast úr hill­un­um. 

Isel­in Myr­bostad, starfsmaður Vita Mega­store, seg­ir við NRK, að mik­il hræðsla hafi gripið um sig í búðinni þegar sprengj­an sprakk.

„Mikið af vör­um hrundi úr hill­um. Ég hélt í fyrstu að það væri kom­inn jarðskjálfti, en ég fann svo fyr­ir gíf­ur­leg­um þrýst­ingi í  eyr­un­um,“ seg­ir Isel­in og bæt­ir við að hún hafi í kjöl­farið fundið fyr­ir mikl­um verkj­um. 

Myr­bostad seg­ir ástandið hafa verið súr­realískt og fólk hafi þurft á ein­hverj­um að halda til að tala við.

Í dag er fyrsti vinnu­dag­ur Myr­bostad eft­ir hryðju­verka­árás­irn­ar. Hún seg­ir að ástandið sé smátt og smátt að fær­ast í samt lag.

Hér má sjá mynd­skeiðið

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert