Ein af yngstu fórnarlömbunum

Sharidyn Meegan Ngahiwi Svebakk-Boehn var ein af fórnalömbum Breiviks.
Sharidyn Meegan Ngahiwi Svebakk-Boehn var ein af fórnalömbum Breiviks. Reuters

Staðfest hefur verið að unglingssstúlka  frá Nýja-Sjálandi, sem hefur verið saknað frá fjöldamorðunum í Noregi, var eitt fórnarlamba Anders Behrings Breiviks. 

Sharidyn Svebakk, sem var aðeins 14 ára var talin hafa verið ein af yngstu fórnarlömbum sem skotin voru í Útey. 

Foreldrar Sharidyn, Vanessa Svebakk og Odd Roger Bohn, sögðu að dóttir þeirra væri fædd í Nýja-Sjálandi en hefði varið mest allri ævi sinni í Noregi. 

Utanríkismálaráðuneyti  Nyja-Sjálands varar fólk við og biður það um að gæta fyllsta öryggis þegar það ferðast til Noregs. 

„Noregi ásamt öðrum löndum í Evrópu stafar hætta af hryðjuverkum. Íbúum Nýja-Sjálands í Noregi er ráðlagt að afla upplýsinga um mögulegar hættur og að fylgjast með öryggisráðstöfunum í fjölmiðlum og öðrum upplýsingaveitum,“ segir í upplýsingabæklingi til ráðgjafar ferðamönnum frá utanríkismálaráðuneytinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert