Fjöldamorðin í Noregi sem kostuðu 76 lífið í síðustu viku voru árás á lýðræðið í Noregi, segir Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, er hann ávarpaði minningarathöfn Verkamannaflokksins í dag. Meðal gesta er Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra Íslands.
Áður en Stoltenberg ávarpaði minningarathöfnina minntust gestir fórnarlamba Anders Behring Breivik í Utøya og miðborg Óslóar á föstudag með mínútu þögn.
Á sama tíma og minningarathöfnin stóð yfir var Bano Rashid, átján ára jarðsungin í Nesodden en hún er eitt fórnarlamba Breivik í Utøya. Hún var virk í hreyfingu ungliða í Verkamannaflokknum í heimabæ sínum Nesodden. Rashid flutti til Noregs árið 1996 ásamt fjölskyldu sinni en þau flúðu frá Írak.