Ástandið í Írak er hættulegra nú en fyrir ári síðar. Her- og lögreglumenn í landinu standa frammi fyrir erfiðu verkefni en aðeins nokkrir mánuðir eru þar til bandaríski herinn yfirgefur landið.
Bandaríski herinn hefur staðið fyrir þjálfun lögreglumanna í landinu. Nú stendur til að færa það verkefni til bandarísku utanríkisþjónustunnar.
Stuart Bowen, hátt settur bandarískur embættismaður, vinnur að uppbyggingu í Írak. Hann segir aðstæður í landinu afar erfiðar og ástandið mjög óstöðugt.
Ekki hafa jafn margir bandarískir hermenn fallið í Írak eins og í júní síðan í apríl 2009. Þá hefur banatilræðum gegn íröskum ráðamönnum fjölgað gríðarlega síðustu mánuði.