Öldungadeildin hafnaði frumvarpi

Öldungadeild Bandaríkjaþings hafnaði seint í kvöld frumvarpi, sem fulltrúadeild þingsins samþykkti fyrr í kvöld um að hækka svonefnt skuldaþak bandaríska ríkisins.

Gert er ráð fyrir að þingdeildirnar reyni um helgina að ná samkomulagi um málið svo ekki komi til greiðslufalls bandaríska ríkisins á þriðjudag.

Frumvarpið, sem fulltrúadeildin samþykkti, var lagt fram af John Boehner, þingmanni repúblikana og forseta fulltrúadeildarinnar. Demókratar hafa hins vegar meirihluta í öldungadeildinni og þar var frumvarpið fellt með 59 atkvæðum gegn 41.

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hvatti í kvöld þingmenn til að ná samkomulagi um málið svo komast megi hjá efnahagslegu tjóni. 

Harry Reed, þingflokksformaður demókrata í öldungadeildinni.
Harry Reed, þingflokksformaður demókrata í öldungadeildinni. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert