Öldungadeildin hafnaði frumvarpi

00:00
00:00

Öld­unga­deild Banda­ríkjaþings hafnaði seint í kvöld frum­varpi, sem full­trúa­deild þings­ins samþykkti fyrr í kvöld um að hækka svo­nefnt skuldaþak banda­ríska rík­is­ins.

Gert er ráð fyr­ir að þing­deild­irn­ar reyni um helg­ina að ná sam­komu­lagi um málið svo ekki komi til greiðslu­falls banda­ríska rík­is­ins á þriðju­dag.

Frum­varpið, sem full­trúa­deild­in samþykkti, var lagt fram af John Boehner, þing­manni re­públi­kana og for­seta full­trúa­deild­ar­inn­ar. Demó­krat­ar hafa hins veg­ar meiri­hluta í öld­unga­deild­inni og þar var frum­varpið fellt með 59 at­kvæðum gegn 41.

Barack Obama, Banda­ríkja­for­seti, hvatti í kvöld þing­menn til að ná sam­komu­lagi um málið svo kom­ast megi hjá efna­hags­legu tjóni. 

Harry Reed, þingflokksformaður demókrata í öldungadeildinni.
Harry Reed, þing­flokks­formaður demó­krata í öld­unga­deild­inni. Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert