Þrír hálshöggnir í dag

Frá Sádíarabíu.
Frá Sádíarabíu. FAHAD SHADEED

Þrír karl­menn voru háls­höggn­ir í borg­inni Taef í Sádí­arab­íu í dag eft­ir að þeir höfðu verið sak­felld­ir fyr­ir morð. Alls hafa þá 37 manns verið háls­höggn­ir í land­inu á þessu ári sam­kvæmt op­in­berri taln­ingu og töl­um mann­rétt­inda­sam­taka.

Mah­foudh bin Ali al-Ken­ani var höggv­inn á háls með sverði fyr­ir að hafa stungið mann til bana eft­ir deil­ur. Þá voru tveir bræður einnig tekn­ir af lífi fyr­ir að skjóta mann til bana.

Þann 10. júní hvöttu mann­rétt­inda­sam­tök­in Am­nesty In­ternati­onal stjórn­völd í Sádí­arab­íu til þess að hætta að fram­fylgja dauðarefs­ing­um og sögðu að tölu­verð fjölg­un af­taka hefði átt sér stað á sex vikna tíma­bili. Héldu sam­tök­in því fram að fimmtán manns hefðu verið tekn­ir af lífi í maí.

Dauðarefs­ing ligg­ur við nauðgun­um, morðum, trú­skipt­um, vopnuðum rán­um og fíkni­efna­smygli sam­kvæmt sja­ría­l­ög­um sem gilda í land­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert