Páfi hvetur til ábyrgðar

Fjölmörg börn eru lífshættulega vannærð í Keníu. Sömu sögu er …
Fjölmörg börn eru lífshættulega vannærð í Keníu. Sömu sögu er að segja um nágrannalöndin Eþíópíu, Sómalíu og Djíboutí. Reuters

Benedikt XVI. páfi hvetur þjóðir heims til að sýna ábyrgð gagnvart Austur-Afríku. Ekki mætti sýna skeytingarleysi gagnvart þeirri neyð sem skapast hefði vegna þurrka og hungursneiðar á Horni Afríku.

Benedikt ávarpaði mikinn mannfjölda fyrir utan Gandolfo kastala sem  er sumaraðsetur páfa.

„Jesús minnir okkur á þá ábyrgð sem við berum til rétta svöngum og þyrstum hjálparhönd,“ sagði hann í sunnudagspredikun sinni. 

Mjög alvarlegt ástand er nú í Kenía, Eþíópíu, Sómalíu og Djíboutí. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst formlega yfir hungursneið í Sómalíu en ástandið hefur ekki verið svona slæmt í þessum löndum í tugi ára. Þúsundir barna eru hætt komin vegna alvarlegrar vannæringar.

Hjálparsamtök segja að enn vanti fjármagn til að bregðast við mestu neyðinni og hvetja sem flesta til að leggja sitt af mörkum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert