Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, sakaði í dag Bandaríkin um að haga sér eins og sníkjudýr á hagkerfi heimsins með því að safna gríðarlegum skuldum sem ógna efnahagslegum stöðugleika heimsins.
„Landið lifir á lánum. Það lifir um efni fram og færir ábyrgðina yfir á önnur lönd. Þannig hegðar það sér eins og sníkjudýr,“ sagði Pútin við unga stuðningsmenn sína á fundi í miðhluta Rússlands í dag.
Enn er alls óvíst hvort að samkomulag um lausn á skuldavanda Bandaríkjanna verði samþykkt í þinginu en þingmenn bæði repúblikana og demókrata hafa miklar efasemdir um ákvæði frumvarpsins.