Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld lagafrumvarp, sem felur í sér að skuldaþak bandaríska ríkisins verður hækkað um 2,4 billjónir dala.
Frumvarpið var samþykkt með 268 atkvæðum gegn 161. Frumvarpið fer nú til öldungadeildar þingsins, sem greiðir atkvæði um það á morgun.
Þingkonan Gabrielle Giffords kom í fyrsta skipti í kvöld í þinghúsið í Washington frá því hún var skotin í höfuðið í janúar á þessu ári.