Samkomulag um skuldaþak

Barack Obama.
Barack Obama. Reuters

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í nótt að samkomulag hefði náðst á  Bandaríkjaþingi um frumvarp, sem felur í sér að skuldaþak bandaríska ríkisins verður hækkað um mánaðamótin.

„Ég vil tilkynna, að leiðtogar beggja flokka í báðum þingdeildum hafa náð samkomulagi sem mun draga úr fjárlagahalla og koma í veg fyrir greiðslufall, sem hefði haft geigvænleg áhrif á efnahag landsins," sagði Obama. 

Hlutabréfabréfavísitalan í kauphöllinni í Tókýó hækkaði um 1,7% eftir að tilkynnt var um samkomulagið.

Í því felst, að skuldaþakið verður hækkað, svo bandaríska ríkið geti tekið lán til að standa við skuldbindingar sínar um mánaðamótin. En jafnframt fallast stjórnvöld á kröfur repúblikana um að draga úr ríkisútgjöldum um allt að 2 billjónir dala á næstu árum. 

John Boehner, forseti fulltrúadeildar þingsins hringdi í Obama um miðnætti að íslenskum tíma til að tilkynna að samkomulagið hefði náðst. 

Ekki er gert ráð fyrir að atkvæði verði greidd í þinginu um samkomulagið svo þingmenn fái tóm til að kynna sér efnisatriði frumvarpsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert