Chavez lýsir yfir stuðningi við Gaddafi

Forseti Venesúela, Hugo Chavez, kom fram í sjónvarpi í dag og lýsti yfir stuðningi við leiðtoga Líbíu, Muammar Gaddafi. Er þetta í fyrsta skipti sem Chavez kemur fram opinberlega þar sem sést að hann hefur misst hárið í krabbameinsmeðferðinni.

Chavez gerði góðlátlegt grín að hárleysinu og sagðist íhuga að halda þessari hárgreiðslu. Hann þurfi ekki að greiða sér sem komi sér ágætlega þar sem hann sé með krullur.

Forsetinn var skorinn upp vegna krabbameins fyrr í sumar á Kúbu en hann greindist með krabbamein í ristli. Hann hefur síðan verið undir eftirliti lækna og í áframhaldandi meðferð.

Ólíkt flestum þjóðarleiðtogum á Vesturlöndum lýsti Chavez yfir stuðningi við Gaddafi og bað Guð að fylgja honum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert