Einungis fyrsta skrefið

Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, skrifaði í dag undir ný lög um að hækka skuldaþak ríkissjóðs um 2,4 billjónir Bandaríkjadala á sama tíma og útgjöld ríkissjóðs verða lækkuð um 2,1 billjón dala á næstu tíu árum. Obama segir lögin einungis fyrsta skrefið á langri leið til þess að bæta efnahags landsins.

Fagnar lagasetningu

Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Christine Lagarde, hrósaði áætlun bandarískra stjórnvalda um að hækka skuldaþakið og um leið að draga úr fjárlagahallanum.  Segir hún að með samkomulaginu sé dregið úr óvissu á mörkuðum og trú á fjármálum bandaríska ríkisins. Samkomulagið sé bæði gott fyrir Bandaríkin og efnahag heimsins í heild.

Með því að hækka skuldaþakið hafi verið komið í veg fyrir upplausn í efnahagsmálum og að draga eigi úr hallanum á sama tíma sé mikilvægt skref í að styrkja efnahag ríkissjóðs.

Obama ræddi við fjölmiðla eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarpið með 74 atkvæðum 26 greiddu atkvæði á móti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert