Kaupir stærstu vatnsveitu Breta

Li Ka-shing.
Li Ka-shing. Mynd úr myndasafni.

Milljarðamæringur frá Hong Kong, Li Ka-shing, hefur fest kaup á einni stærstu vatnsveitu Bretlands. Kaupverðið var rúmlega 2,4 milljarðar breskra punda. Vatnsveitan, Northumbrian Water, veitir vatni til 2,6 milljóna íbúa í norðaustur Englandi. 

Vatnsveitan verður í eigu eins af fyrirtækjum Lis, Cheung Kong Infrastructure Holdings. Hann er ríkasti maður Hong Kong og gjarnan nefndur Superman vegna velgengni sinnar í viðskiptum. Hann er 83 ára og  vermir 11. sæti á lista Forbes yfir auðugasta fólk heims. 

Cheung Kong Infrastructure Holdings á meðal annars hótel, fasteignir, símafyrirtæki og smásöluverslanir. Einn af hverjum sjö íbúum í Hong Kong starfar hjá fyrirtækinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert