Matvæladreifing gengur vel

Alþjóða Rauði krossinn er langt kominn með að dreifa mat til 162.000 manna á hungursvæðum í Mið- og Suður-Sómalíu. Alls er verið að dreifa þrjú þúsund tonnum af hrísgrjónum, baunum og matarolíu sem á að duga fjölskyldu í einn mánuð.

Dreifingu er að verða lokið í Gedo (24.000 skjólstæðingar), Neðri Juba (21.000), Mið-Júba (30.000), Bay (15.000), Bakool (12.000) Neðri Shabelle (21.000), Mið-Shabelle (12.000) og á Mogadishu svæðinu (27.000).

„Þessi aðgerð sýnir getu Alþjóða Rauða krossins til að dreifa mat beint til fólks sem þjáist af matarskorti í suðurhluta Sómalíu,“ segir Andrea Heath, sem hefur umsjón með dreifingunni fyrir hönd Alþjóða Rauða krossins, í fréttatilkynningu.

„Þetta er hins vegar aðeins lítill hluti af þeirri aðstoð sem nauðsynleg er fram að næstu uppskeru í desember.“

Þurrkarnir í austanverðri Afríku hafa valdið vatnsskorti, uppskerubresti og dýrfelli. Náttúruhamfarirnar bætist við 20 ára ófrið sem hefur valdið miklum hörmungum í Sómalíu. Rauða krossinum hefur tekist að halda úti hjálparstarfi þvert á átakalínur í landinu.

ll framlög almennings til Rauða krossins vegna þurrkanna í Afríku renna til kaupa á vítamínbættu hnetusmjöri, sem Rauði krossinn gefur börnum á næringarstöðvum í Sómalíu. Í síðustu viku sendi Rauði krossinn 50 tonn af hnetusmjöri með flugi á hungursvæðin frá Evrópu, samkvæmt tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert