Múhameð Ali fordæmir morðin

Muhammed Ali.
Muhammed Ali. Reuters

Hnefaleikagoðsögnin Múhameð Ali skrifar grein í norska blaðið Verdens Gang í dag og vottar fórnarlömbum fjöldamorðanna í Osló samúð sína.

„Ég er niðurbrotinn, ekki einungis vegna dauða svo margra saklausra fórnarlamba heldur einnig vegna uppgefinnar ástæðu ódæðismannsins fyrir hroðaverkunum,“  skrifar Ali í dag.

„Í ótta við fjölmenningarsamfélag kristallast skilningsleysi gagnvart sameinandi kröftum sem búa í öllu fólki, sama hvaða kynþætti eða trúarbrögðum það tilheyrir.“ 

Ali, sem er 69 ára gamall og þjáist af Parkinson-veiki, er sjálfur múslimi. Andres Breivik hefur opinberað að ódæðisverk hans hafi verið þáttur í einhvers konar krossferð hans gegn „innrás múslima“ í Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka