Múslimar ógna enn Noregi

Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins.
Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins. SCANPIX NORWAY

Siv Jen­sen, formaður norska Fram­fara­flokks­ins, seg­ir að fjölda­morðin í Útey og Ósló ættu ekki að skyggja á þá staðreynd að Nor­egi stafi enn al­var­leg ógn af múslim­um.

„All­ar umræðurn­ar sem við átt­um fyr­ir 22. júlí munu hefjast aft­ur. All­ar þær áskor­an­ir sem Nor­eg­ur og heim­ur­inn all­ur stóðu frammi fyr­ir eru ennþá til staðar. Al-Qeda er enn til staðar. Hið nýja er að við höf­um verið minnt á það á hræðileg­an hátt að hryðju­verk geta verið á mörg­um form­um, með mis­mun­andi orðræðu að baki þeim og ýms­ar brjálæðis­leg­ar hug­mynd­ir,“ seg­ir Jen­sen í viðtali.

Fram­fara­flokk­ur­inn er and­snú­inn inn­flytj­end­um og hef­ur Jen­sen ít­rekað varað við íslam­svæðingu Nor­egs frá því hún tók við sem formaður flokks­ins fyr­ir fimm árum. Hef­ur flokk­ur­inn und­an­far­inn ára­tug orðið ann­ar stærsti flokk­ur Nor­egs og var morðing­inn meðlim­ur hans um tíma. Seg­ir hún mik­il­vægt að fólk sé meðvitað um þá ógn sem að steðjaði fyr­ir árás­irn­ar því hún sé enn fyr­ir hendi.

Jen­sen gætti sín þó á því að fjar­lægja sig fjölda­morðingj­an­um sem hef­ur lýst morðæði sínu sem hluta af kross­ferð gegn íslam og fjöl­menn­ing­ar­stefnu.

„Ég fyr­ir­lít allt sem hann stend­ur fyr­ir. Ég fyr­ir­lít gjörðir hans og ég vil ekki láta bendla mig við þenn­an gaur. Það ætla ég alls ekki að gera,“ seg­ir Jen­sen. Hún hafn­ar því hins veg­ar að draga úr nei­kvæðri orðræðu sinni í garð íslam.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert