Skuldaþakið rís loks

00:00
00:00

Öld­unga­deild Banda­ríkjaþings samþykkti fyr­ir stundu mála­miðlun­ar­frum­varp um að hækka skuldaþak rík­is­ins og hef­ur greiðslu­falli Banda­ríkj­anna því verið af­stýrt. Barack Obama for­seti ávarp­ar þingið inn­an skamms og skrif­ar und­ir lög­in. Hækk­ar skuldaþakið um 2.400 millj­arða dala sam­kvæmt frum­varp­inu. Breska rík­is­út­varpið BBC seg­ir frá þessu.

Var frum­varpið samþykkt með 74 at­kvæðum gegn 26. Þar af greiddu 28 re­públi­kan­ar at­kvæði með frum­varp­inu ásamt 45 demó­kröt­um auk eins óháðs þing­manns. Nítj­án re­públi­kan­ar, sex dóm­krat­ar og einn óháður þingmaður greiddu at­kvæði gegn því.

Fyr­ir at­kvæðagreiðsluna lofaði Mitch McConn­ell, leiðtogi re­públi­kana í öld­unga­deild­inni, í hvað átt frum­varpið væri að stefna og að þingið hefði tekið þátt í mik­il­væg­um rök­ræðum á und­an­förn­um vik­um.

„Sam­an höf­um við fundið nýja leið til að gera hlut­ina í Washingt­on,“ bætti hann við.

Næst ávarpaði Harry Reid, leiðtogi demó­krata, þingið og sagði þó að sam­komu­lagið væri ekki full­komið þá hefðu Banda­rík­in þurft að af­stýra því efna­hags­lega stór­slysi sem orðið hefði við greiðslu­fall.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert