Vara við niðurrifi Ísraelsmanna

Ísraelskur landtökumaður heldur á riffli í Bat Avin-byggðinni.
Ísraelskur landtökumaður heldur á riffli í Bat Avin-byggðinni. Ronen Zvulun

Ísra­el­ar hafa gengið harðar fram í að rústa heim­il­um Palestínu­manna á Vest­ur­bakk­an­um á fyrri helm­ingi þessa árs en áður. Seg­ir mannúðar­stofn­un Sam­einuðu þjóðanna sem sinn­ir palestínsk­um flótta­mönn­um aukn­ing­una viðsjár­verða.

Held­ur stofn­un­in því fram að 365 bygg­ing­um hafi verið rústað á fyrstu sex mánuðum þessa árs en allt árið 2010 hafi þær verið 431. Um 700 manns hafi hrökklast frá heim­il­um sín­um á þessu ári sam­an­borið við 594 allt árið 2010.

„Helst hef­ur verið látið til skar­ar skríða gegn sam­fé­lög­um sem voru veik fyr­ir áður eins og bedúína og hirðingja. Í mörg­um til­fell­um hef­ur heilu sam­fé­lög­un­um verið til­kynnt um bygg­ing­ar þeirra verði rifn­ar. Raun­veru­leg hætta er því á að þau eyðist al­veg,“ seg­ir for­svarsmaður SÞ.

Á niðurrifið sér stað á svæði C en það eru þau 60% Vest­ur­bakk­ans sem eru al­ger­lega und­ir yf­ir­ráðum Ísra­els­manna en þeir hafa aðeins heim­ilað að Palestínu­menn byggi á einu pró­senti af því landsvæði.

Segja Ísra­els­menn að það fari aðeins eft­ir því hvort til­skil­in leyfi séu fyr­ir hendi fyr­ir bygg­ing­um hvort að þau séu rif­in eða ekki. SÞ segja hins veg­ar að svo virðist sem að niðurrifið bein­ist að svæðum sem hugsuð séu til að færa út hina svo­kölluðu land­töku­byggð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka