Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hyggst lækka skatta hjá læknum í sveitum Þýskalands, til að koma í veg fyrir að læknar þar í landi flýi yfir í borgirnar þar sem launin eru hærri.
Ástandið er verst í austurhluta landsins, en nú hafa um 50 prósent þeirra sjúklinga sem búa í dreifbýli þurft að leita sér læknishjálpar í borgum landsins.
Stefan Gress, prófessor í heilsuhagfræði, segir aðalvandamálið vera að læknar í dreifbýlum vilji ekki lengur vera á vakt tuttugu og fjóra tíma sólarhringsins og sjö daga vikunnar.
Því er spáð, að þeim sem þurfi á stöðugri læknisaðstoð að halda vegna öldrunar, fjölgi úr 2,4 milljónum manna í 3,4 milljónir árið 2030.