Anders Behring Breivik fékk aðstoð erlendist frá við að útvega búnað sem hann þurfti til þess að fremja tilræðin þann 22. júlí sl.
Geir Lippestad, lögmaður Breivik, greinir frá þessu og segir að Breivik muni ekki tjá sig meira um málið fyrr en orðið verði við kröfum hans.
Lippestad segir í viðtali við Verdens Gang í dag að Breivik hafi fengið nánast allan þann búnað sem hann notaði við árásirnar erlendis frá. Breivik hafi heimsótt tuttugu lönd er hann undirbjó árásirnar. Hann hafi hitt fólk á ferðum sínum sem aðstoðaði hann við að nálgast nauðsynlegan búnað.
Hann nefnir ekki í viðtalinu hvort þeir sem aðstoðuðu Breivik hafi vitað til hvers hann ætlaði að nota búnaðinn. Fórnarlömb Breivik eru 77 talsins. Hingað til hefur Breivik haldið því fram að hann hafi staðið einn að árásunum og hefur norska lögreglan sagt að svo geti verið.
Breivik var yfirheyrður af lögreglunni í gær og er það í þriðja skiptið frá því hann var handtekinn.