Breivik hefur áhrif á skoðanir á ESB

WOLFGANG RATTAY

Sjö af hverjum tíu Norðmönnum eru á móti aðild að Evrópusambandinu. Svo virðist sem afstaða Norðmanna gagnvart sambandinu hafi mildast eftir árásirnar 22. júlí.

Könnunin er birt í norska blaðinu Nationen í dag en samkvæmt henni eru 71,1% Norðmanna á móti aðild að ESB. 18,7% eru fylgjandi og 10,2 eru óákveðnir. Norðmenn hafa í tvígang hafnað aðild að ESB.

Könnunin var gerð að hluta fyrir árásirnar og að hluta eftir árásirnar sem kostuðu 77 lífið.

Rétt fyrir árásir öfga þjóðernissinnans Anders Behring Breivik, sögðu 73,4% nei við aðild og 17,1% sögðu já. 

Eftir árásirnar sögu 68,8% nei en 20,1% já.

Stjórnmálafræðingurinn Frank Aarebrot, segir í viðtali við Nationen að jafnvel megi rekja aukinn stuðning við ESB til þess að forsætisráðherra landsins og formaður Verkamannaflokksins, Jens Stoltenberg, nýtur mikils stuðnings og samúðar og að ungliðahreyfing flokksins var fórnarlamb árásar Breivik.

Verkamannaflokkurinn er fylgjandi aðild að ESB en aðrir stjórnarflokkar eru á móti aðild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka