Dómstóll í Þýskalandi hefur dæmt ríkið til þess að greiða Magnusi Gäfgen, sem myrti ellefu ára gamlan pilt 3 þúsund evrur, tæpa hálfa milljón króna, í bætur vegna brots á mannréttinum er hann var handtekinn.
Taldi dómarinn Gäfgen ætti rétt á bótum vegna hótana lögreglu er hann var handtekinn árið 2002. Dómarinn hafnaði hins vegar kröfu morðingjans um að hann ætti rétt á bótum vegna andlegs áfalls sem hann varð fyrir eftir yfirheyrslurnar. Eins var Gäfgen gert að greiða málskostnað að mestu. Taldi dómarinn að áfallið mætti frekar rekja til þess að hafa myrt annan einstakling.
Jakob von Metzler, ellefu ára, fannst látinn og Gäfgen var dæmdur fyrir morðið árið 2003 en drengurinn var sonur auðugs bankamanns í Frankfurt. Gäfgen rændi drengnum og reyndi síðan að fá greitt lausnarfé fyrir hann. Var Gäfgen dæmdur í lífstíðarfangelsi.