Bráðið hraun streymir nú niður hlíðar Kilauea eldfjallsins á Havaí sem er eitt virkasta eldfjall veraldar og hefur gosið með hléum frá árinu 1983.
Hraunið á upptök sín í vesturhluta fjallsins, en þetta eru fyrstu umbrotin á þessu svæði síðan í mars. Hraunstraumurinn ógnar hvorki fólki né byggð að svo stöddu, en hann er innan eldfjallaþjóðgarðsins á Havaí.