Átök í miðborg Madrídar

Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í Madríd, höfuðborg Spánar, í morgun. Átökin hófust þegar lögreglumenn reyndu að koma í veg fyrir að mótmælendur kæmust inn á Puerta del Sol-torgið í hjarta miðborgarinnar. 

Torgið hefur verið miðpunktur mótmæla í borginni síðustu mánuði. Um tuttugu slösuðust, þar á meðal sjö lögreglumenn. Mótmæli hófust hinn 15. maí síðastliðinn þegar sveitastjórnarkosningar voru framundan. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert