Lést eftir eftir árás ísbjarnar

Frá Longyearbyen í morgun
Frá Longyearbyen í morgun Reuters

Einn lét lífið og fjórir eru alvarlega sárir eftir að ísbjörn réðist á hóp Breta á Svalbarða í nótt. Tvær sjúkraflugvélar hafa verið sendar til Longyearbyen á Svalbarða frá Tromsø í Noregi.

Fólkið var á ferð á ísnum um 40 km frá Longyearbyen. Asta Ødegaard, talsmaður sýslumannsembættisins á Svalbarða segir við vef Aftenposten, að fólkið hafi hringt úr gervihnattasíma í morgun og beðið um aðstoð. Þyrla var þegar send á staðinn en nánari fréttir um ástand þeirra sem særðust hafa ekki borist.

Ekki kom fram hve margir voru í hópnum eða hvaða erindi þeir áttu á svæðið. Þeim tókst að skjóta ísbjörninn og fella hann.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert