Adam Winfield, 23 ára bandarískur hermaður, játaði að hafa myrt óbreytta borgara í Kandahar í Afganistan sér til afþreyingar og að hafa komið sönnunargögnum fyrir.
Winfield er einn fimm hermanna sem ákærðir hafa verið fyrir að myrða óbreytta borgara með ásetningi. Játaði hann líka að hafa notað hass við störf sín.
Búist er við að Winfield verði dæmdur í 17 ára fangelsi.
Jeremy Morlock, annar hermaður í sömu hersveit, var dæmdur í 24 ára fangelsi.
Sjö aðrir hermenn hafa verið kærðir fyrir að hafa leynt morðunum.