Óöld í Monterrey í Mexíkó

00:00
00:00

Lík tveggja manna voru hengd í brú í borg­inni Monter­rey í Mexí­kó í morg­un. Þeir voru fé­lag­ar í eit­ur­lyfja­hring og talið er að morðin teng­ist átök­um á milli eit­ur­lyfja­hringa. Mik­il skálmöld rík­ir í borg­inni og hafa um 700 manns lát­ist  á ár­inu í tengsl­um við eit­ur­lyfja­sölu.

Tveir lög­reglu­menn voru hand­tekn­ir þar í morg­un, grunaðir um spill­ingu og tengsl við eit­ur­lyfjaviðskipti.

Þeir hafa játað að hafa tekið við stór­um fjár­hæðum frá eit­ur­lyfja­söl­um og að hafa aðstoðað eit­ur­lyfja­sala við að nema unga frænku hátt­setts lög­reglu­manns á brott. Lík­ams­leif­ar henn­ar fund­ust síðar á hraðbraut og var miði fest­ur við lík henn­ar, þar sem varað var við áfram­hald­andi of­beldi.


mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert