Óöld í Monterrey í Mexíkó

Lík tveggja manna voru hengd í brú í borginni Monterrey í Mexíkó í morgun. Þeir voru félagar í eiturlyfjahring og talið er að morðin tengist átökum á milli eiturlyfjahringa. Mikil skálmöld ríkir í borginni og hafa um 700 manns látist  á árinu í tengslum við eiturlyfjasölu.

Tveir lögreglumenn voru handteknir þar í morgun, grunaðir um spillingu og tengsl við eiturlyfjaviðskipti.

Þeir hafa játað að hafa tekið við stórum fjárhæðum frá eiturlyfjasölum og að hafa aðstoðað eiturlyfjasala við að nema unga frænku háttsetts lögreglumanns á brott. Líkamsleifar hennar fundust síðar á hraðbraut og var miði festur við lík hennar, þar sem varað var við áframhaldandi ofbeldi.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka