Segist verða fyrir einelti vegna Breiviks

Jussi Halla-Aho.
Jussi Halla-Aho. mbl.is

Finnski þingmaðurinn Jussi Halla-Aho, sem situr á þingi fyrir stjórnmálaflokkinn Sannir Finnar, segist vera lagður í einelti eftir að Anders Behring Breivik vitnaði í skrif hans. Í stefnuskrá sinni sagði Breivik þá vera skoðanabræður.

Sannir Finnar eru langt til hægri í stjórnmálum og afar þjóðernissinnaðir að auki. Halla-Aho er einnig  félagi í Suomen Sisu, sem er hópur þjóðernissinna.

Halla-Aho segir að atlaga sé gerð að tjáningarfrelsinu og segist engu ráða um það hver vitni í skrif sín.

Finnski sósíaldemókrataflokkurinn dregur hæfni Halla-Aho til þingstarfa í efa, en hann er einn stofnenda spjallrásarinnar Scripta, þar sem fjölmenningu og innflytjendum er fundið flest til foráttu.

Halla-Aho segir að það leysi engan vanda að loka spjallrásum á netinu. „Árásirnar á Tvíburaturnana voru án efa innblásnar af því að lesa Kóraninn, en engum dettur í hug að banna hann.“

Halla-Aho hefur setið á þingi síðan í apríl. Á síðasta ári var hann dæmdur fyrir bloggfærslur sínar þar sem hann skrifaði að allir sómalískir innflytjendur væru glæpamenn og líkti íslamstrú við barnaníð.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert