Voru talibanar að hefna fyrir bin Laden?

AP-fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að sérsveitarmenn sem tóku þátt í því að drepa Osama bin Laden séu meðal þeirra sem féllu þegar þyrla hrapaði í Afganistan. 38 létust með þyrlunni.

Sérsveitarmennirnir sem drápu Osama bin Laden tilheyra svokallaðri SEALs deild. AP segist hafa heimildir fyrir því að um 20 hermenn úr þessari deild hafi verið í þyrlunni. Alls fórst 31 bandarískur hermaður og sjö afganskir hermenn með þyrlunni.

Bandarísk stjórnvöld hafa ekki gefið neinar upplýsingar um hvers vegna þyrlan fórst, en talibanar fullyrða að þeir hafi skotið eldflaug að henni.

Fyrir liggur að átök áttu sér stað á þeim stað sem þyrlan fórst.

Fall bin Ladens var mikið áróðurslegt áfall fyrir talibana og Al-Quada. Samtök höfðu heitið að hefna vígsins.

Talibanar eru ágætlega vopnum búnir.
Talibanar eru ágætlega vopnum búnir. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert