Þrettán yfirmenn í pólska hernum og aðstoðarvarnarmálaráðherra landsins hafa verið reknir í kjölfar skýrslu sem birt var um flugslysið í Smolensk í Rússlandi þar á meðal Lech Kaczynski forseti Póllands.
Í skýrslunni segir að slysið megi að nokkru leyti rekja til lélegrar þjálfunar flugmanna. Flugher Póllands sér um að fljúga með æðstu stjórnendur landsins.
Vont veður var í Smolensk þegar flugvélin fórst, rigning og lélegt skyggni. Í skýrslu sem rússnesk flugmálayfirvöld létu vinna um slysið var gefið til kynna að flugmennirnir hafi verið undir þrýstingi að lenda þrátt fyrir slæmar aðstæður, en forsetinn og fylgdarlið hans voru að fara til minningarathafnar um pólska liðsforingja sem Rússar tóku af lífi í Katyn-skógi árið 1940.