Verði Anders Behring Breivik fundinn ósakhæfur, þarf það ekki að þýða að hann fái málamyndarefsingu.
Verði niðurstaðan sú, að hann hafi ekki verið í sakhæfu ástandi þann 22. júlí, þegar hann framdi voðaverkin í Ósló og Útey, verður hann líklega dæmdur til dvalar og meðhöndlunar á geðdeild.
Frá þessu segir á vefsíðu norska dagblaðsins Aftenposten. Þar segir Pål Grøndal, sálfræðingur, að Breivik gæti hugsanlega útskrifast af sjúkrahúsinu eftir þrjár vikur og eftir það búið í eigin íbúð og haldið áfram meðfeð.
„Tilgangurinn með meðferðinni er að minnka líkurnar á að viðkomandi fremji glæpi að nýju,“ segir Grøndal.
Samkvæmt norskum lögum er heimilt að sækja fólk til saka eftir að meðferð er lokið og viðkomandi talinn sakhæfur. Það mun þó einungis einu sinni hafa verið gert áður.
Skipaður hefur verið hópur sérfræðinga til að meta andlegt ástand Breiviks.
Þær hugmyndir hafa verið uppi um að Breivik verði kærður fyrir brot gegn mannkyni, en við því er hámarksrefsingin 30 ár.