Særður maður skaut ísbjörninn

Ísbjörninn réðist á mennina sem höfðu komið sér fyrir á …
Ísbjörninn réðist á mennina sem höfðu komið sér fyrir á þessu tjaldstæði. SCANPIX NORWAY

Maðurinn sem skaut ísbjörninn á Svalbarða á föstudag hafði áður hlotið sár  eftir að björninn réðst á hann. Fjórir særðust í árásinni og einn lést.

Þrettán Bretar voru í útilegu á Svalbarða þegar ísbjörninn birtist skyndilega. Allt voru þetta ungir menn. Þeir sem særðust voru 16 ára, 17 ára, 27 ára og 29 ára. Leiðangursstjórinn, sem var 29 ára gamall, náði að fella björninn þrátt fyrir að vera særður.

Sá sem lést hét Horatio Chapple. Hann var einungis 17 ára gamall. Samferðamenn hans lýsa honum sem efnilegum ungum manni sem var staðráðinn í að verða læknir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert