Suðurríkin setja hitamet

Hita­met var slegið í Suður­ríkj­um Banda­ríkj­anna í júlí síðastliðnum, en þá mæld­ist 30°C meðahiti í Ark­ans­as, Kans­as, Louisi­ana, Mississippi, Okla­homa og Texas.

Fyrra hita­metið hafði staðið frá ár­inu 1980, en það var 85,9°F, rúm­lega 29°C.

Meðal­hiti í júlí á þess­um slóðum er 25°C, en hita­bylgja hef­ur gengið yfir stór­an hluta Banda­ríkj­anna í sum­ar.

Hún hef­ur þó sneitt hjá sjö fylkj­um sem eru vest­an Kletta­fjall­anna og þar hef­ur sum­ar­hiti verið und­ir meðallagi.

Í Dallas í Texas steig hit­inn yfir 100 gráður á Fahren­heit í 30 daga í júlí. Það sam­svar­ar tæp­um 38 gráðum á Celcius.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert