Hitamet var slegið í Suðurríkjum Bandaríkjanna í júlí síðastliðnum, en þá mældist 30°C meðahiti í Arkansas, Kansas, Louisiana, Mississippi, Oklahoma og Texas.
Fyrra hitametið hafði staðið frá árinu 1980, en það var 85,9°F, rúmlega 29°C.
Meðalhiti í júlí á þessum slóðum er 25°C, en hitabylgja hefur gengið yfir stóran hluta Bandaríkjanna í sumar.
Hún hefur þó sneitt hjá sjö fylkjum sem eru vestan Klettafjallanna og þar hefur sumarhiti verið undir meðallagi.
Í Dallas í Texas steig hitinn yfir 100 gráður á Fahrenheit í 30 daga í júlí. Það samsvarar tæpum 38 gráðum á Celcius.