„Glæpamenn fara hamförum“

Frá vettvangi óeirða í Birmingham í kvöld.
Frá vettvangi óeirða í Birmingham í kvöld. Reuters

Eld­sprengj­um var kastað að lög­reglu­stöð í borg­inni Nott­ing­ham í Mið-Englandi í kvöld. Ekki hef­ur verið til­kynnt um slys á fólki.

Þarna var að verki hóp­ur 30-40 manna. Greiðlega tókst að slökkva eld­inn og voru átta hand­tekn­ir í kjöl­farið. Óeirðir eru víða í land­inu, en þær hóf­ust í London á laug­ar­dags­kvöldið með friðsam­leg­um mót­mæl­um fyr­ir utan lög­reglu­stöð. Þau fóru fljótt úr bönd­un­um og eru þetta mestu óeirðir í land­inu í ára­tugi. Frem­ur ró­legt hef­ur verið í London í kvöld.

Mikl­ar skemmd­ir hafa verið unn­ar í Manchester í dag og í kvöld. „Þetta eru glóru­laus glæpa­verk á því stigi sem við höf­um aldrei séð áður,“ seg­ir Garry Shew­an, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn í Manchester.

„Þetta of­beldi, framið af fólki sem er ekki að mót­mæla neinu, kast­ar skugga skamm­ar yfir göt­ur borg­ar­inn­ar, “seg­ir Shew­an. „Þetta eru ein­fald­lega glæpa­menn, sem fara ham­förum í kvöld.“

Hann seg­ir of­beldið og skemmd­ar­verk­in hafa „rifið hjartað úr tveim­ur góðum borg­um“ og hvet­ur samlanda sína til að íhuga með hverj­um þeir standi þegar farið verður að huga að hand­tök­um hinna brot­legu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert