Hafnaboltakylfur rjúka út

Það er víða ófagurt um að litast í London þessa …
Það er víða ófagurt um að litast í London þessa dagana. Reuters

Hafnaboltakylfur rjúka nú út úr vefverslun Amazon í Bretlandi. Ætla má að það sé ekki vegna skyndilegs áhuga Breta á hafnaboltaíþróttinni, heldur að hin stóraukna eftirspurn sé vegna óeirðanna sem nú geisa víða um landið.

Í flokki íþrótta- og afþreyingarvöru eru hvorki fleiri né færri en níu af ellefu hástökkvurum sölulistans hafnaboltakylfur af einhverri gerð. Líkt og sjá má á yfirlitinu á síðu Amazon hefur salan í mörgum tilfellum aukist um þúsund eða tugi þúsunda prósenta síðastliðinn sólarhring.

Nú undir kvöld geisa óeirðir í fjölda borga, auk Lundúna. Fyrir skömmu var eldsprengju varpað á lögreglustöð í Nottingham. Engan sakaði í árásinni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert