NATO: Engar sannanir fyrir mannfalli

Reuters

Talsmaður Atlantshafsbandalagsins í málefnum Líbíu segir að bandalagið hafi ekki séð neitt sem sannar fullyrðingar stjórnvalda í Líbíu um að 85 almennir borgarar hafi fallið í loftárásum bandalagsins í gærkvöldi.

Um hafi verið að ræða aðgerðir gegn tveimur bóndabæjum sem voru notaðir í hernaðarlegum tilgangi stjórnarhersins í nágrenni Zliten.

Segir talsmaðurinn að NATO leggi sig fram við að koma í veg fyrir að almennir borgarar verði fyrir árásum þeirra. Talsmaður stjórnvalda í Líbíu heldur því hins vegar að 85 hafi fallið í árásunum í gærkvöldi. Þar af 33 börn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert