„Við ráðum ekki við þetta“

Óeirðir héldu áfram í Lundúnum í nótt, þriðju nóttina í röð. Breiddist ofbeldið út til þriggja annarra borga, Liverpool, Birmingham og Bristol. Kveikt var í húsum í hverfunum Croydon, Peckham og Lewisham í Lundúnum. Þá létu ræningjar greipar sópa í hverfunum Hackney, Clapham, Camden og Ealing.

Voru brynvarðir bílar notaðir til þess að bæla niður óeirðirnar og kallaði Scotland Yard út 1.700 manna varalið til að takast á við þær. Beitti lögregla kylfum til þess að stökkva ungmennunum á flótta á meðan skelkaðir íbúar biðu eftir að geta snúið til síns heima.

Í Croydon-hverfi logaði heil íbúðarblokk, þar á meðal hundrað ára gamalt fjölskyldufyrirtæki með húsgögn. Var svæðið rýmt af ótta við eldinn. „Við ráðum ekki við þetta. Þetta er búið að keyra um þverbak,“ hefur breska blaðið The Guardian eftir lögreglumanni sem var á staðnum.

Lögreglumaður fylgist með slökkvistarfi í Woolwich-hverfi
Lögreglumaður fylgist með slökkvistarfi í Woolwich-hverfi Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert