Fæðingargallar vegna gróðureiturs

Í Víetnamstríðinu úðuðu Bandaríkjamenn milljónum tonna af gróðureitrinu Agent Orange á skóga Víetnam í því skyni að aflaufga trén og hindra þannig víetnamska andstæðinga sína í að fela sig í skóginum. Meira en 4,5 milljónir Víetnama komust í snertingu við efnið og þrjár milljónir þeirra eiga enn við heilsufarsvandamál að stríða vegna þessa. 

Þúsundir barna hafa fæðst með ýmsa fæðingagalla, sem rekja má til þess að foreldrar þeirra komust í snertingu við Agent Orange. 

Núna, hálfri öld síðar, neitar Bandaríkjastjórn að  taka ábyrgð á þeim skaða sem notkun efnisins hefur valdið.

Á alþjóðaráðstefnu fórnarlamba efnisins, sem haldin var í Hanoi í Víetnam, var biðlað til alþjóðasamfélagsins að krefjast þess að Bandaríkin viðurkenndu skaðleg áhrif efnisins á fólk.

Talsmaður hópsins, Nguyen van Rinh, segir að fimm áratuga bið sé of löng. „Sú staðreynd að stjórnvöld í Bandaríkjunum kjósa að hunsa þetta er hvorki mannúðleg né réttlát,“ segir van Rinh. 

Hópurinn hefur leitað réttar síns fyrir bandarískum dómstólum, en var vísað frá.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert