Flæmdu óþjóðalýð á brott

Íbúar Hackney -hverfis í London, þar sem margir íbúanna eru af tyrkneskum uppruna, eru nú kallaðir hetjur eftir að þeir flæmdu óþjóðalýð á brott úr hverfinu á mánudagskvöld. Þeir búa sig undir frekari innrásir skemmdarvarga.

Einn íbúi hverfisins, Murat Korkmaz, segist hafa búið í Englandi í 24 ár en aldrei upplifað annað eins ástand. „Lögreglan getur ekkert gert,“ segir Korkmaz.

Íbúar hverfisins eru viðbúnir því að verja sig sjálfir, fari svo að óeirðirnar berist þangað. Þeir hafa safnað saman prikum og sópsköftum í þessu skyni.

Víða hafa íbúar landsins tekið sig saman í því skyni að verja sig og umhverfi sitt fyrir skemmdarvörgum og ofbeldismönnum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert