Flæmdu óþjóðalýð á brott

00:00
00:00

Íbúar Hackney -hverf­is í London, þar sem marg­ir íbú­anna eru af tyrk­nesk­um upp­runa, eru nú kallaðir hetj­ur eft­ir að þeir flæmdu óþjóðalýð á brott úr hverf­inu á mánu­dags­kvöld. Þeir búa sig und­ir frek­ari inn­rás­ir skemmd­ar­varga.

Einn íbúi hverf­is­ins, Murat Kork­maz, seg­ist hafa búið í Englandi í 24 ár en aldrei upp­lifað annað eins ástand. „Lög­regl­an get­ur ekk­ert gert,“ seg­ir Kork­maz.

Íbúar hverf­is­ins eru viðbún­ir því að verja sig sjálf­ir, fari svo að óeirðirn­ar ber­ist þangað. Þeir hafa safnað sam­an prik­um og sópsköft­um í þessu skyni.

Víða hafa íbú­ar lands­ins tekið sig sam­an í því skyni að verja sig og um­hverfi sitt fyr­ir skemmd­ar­vörg­um og of­beld­is­mönn­um.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka